12.10.2015 21:30

Mánudagur 12. 10. 15

Nýtt hefti Þjóðmála kemur út um þessar mundir, haustheftið 2015. Við þetta verða þau tímamót að Jakob F. Ásgeirsson, stofnandi Þjóðmála, lætur af ritstjórn. Óli Björn Kárason tekur við tímaritinu af Jakobi.

Við Jakob höfum verið samstarfsmenn við Þjóðmál  í 10 ár, megi ég orða það svo. Ég hef skrifað í öll heftin sem Jakob ritstýrði. Fastur dálkur minn heitir Af vettvangi stjórnmálanna. Auk þess hef ég skrifað umsagnir um bækur.

Jakob hélt Þjóðmálum úti af forsjálni, umhyggju og metnaði.

Óli Björn hefur mikla reynslu af blaðamennsku og skrifar nú reglulega greinar í Morgunblaðið. Þær eru með því athyglisverðasta sem birtist í fjölmiðlum um stjórnmál á líðandi stundu.