30.9.2015 19:30

Miðvikudagur 30. 09. 15

Í dag ræddi ég við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í þætti mínum á ÍNN og má sjá hann klukkan 20.00 á rás 20 og síðan á tveggja tíma fresti til klukkan 18.00 á morgun. Hvenær sem er eftir 20.00 má skoða þáttinn á tímaflakki Símans.

Þeim sem hafa fylgst með hernaðarbrölti Vladimír Pútíns í Sýrlandi undanfarið kemur ekki á óvart að hann sendi sprengjuvélar sínar til árása á aðra en Ríki íslams.