29.9.2015 19:15

Þriðjudagur 29. 09. 15

Hér var í gær sagt frá furðulegum yfirlýsingum rússneska sendiherrans í Póllandi um hlut Pólverja vegna upphafs síðari heimsstyrjaldarinnar. Sendiherrann hefur nú dregið í land og segist ekki hafa ætlað að móðga Pólverja eins og lesa má hér.

Nú er spurning hvað þeir gera hér á landi sem lögðu blessun sína yfir orð sendiherrans. Draga þeir einnig í land? Stóru spurningunni er enn ósvarað: Hvað í ósköpunum vakti fyrir sendiherranum? Vissi hann ekki betur? Sagði hann eitthvað sem honum hafði verið kennt í skóla í Sovétríkjunum?