Sunnudagur 27. 09. 15
Í dag var kosið til þings Katalóníu og unnu tveir flokkar hlynntir sjálfstæði héraðsins frá Spáni hreinan meirihluta á héraðsþinginu, 72 þingsæti af 135. Flokkarnir fengu þó ekki hreinan meirihluta atkvæða, 47,8% - kosningaþátttaka var 77,5%.
Talsmenn flokkanna sögðu fyrir kosningar að fengju þeir meirihluta mundu þeir einhliða lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu innan 18 mánaða. Stjórnin í Madrid hefur heitið því að leita til dómstóla til að koma í veg fyrir það.