26.9.2015 18:30

Laugardagur 26. 09. 15

Í dag var efnt til tónleika hjá okkur í Hlöðunni að Kvoslæk. Við fengum góða gesti: Tríóið Sírajón (Laufey Sigurðardóttir fiðla, Einar Jóhannesson klarinetta, Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanó), Ingibjörgu Guðjónsdóttur söngkonu og Þórð Magnússon tónskáld sem stjórnaði verki sínu, lokaverki tónleikanna, Gunnarshólma fyrir sópran og Sírajón.

Var magnað að heyra Gunnarshólma fluttan í þessum glæsilega búningi hér í Fljótshlíðinni þar sem kennileiti ljóðsins eru öll, þótt þau sæjust lítt vegna dimmviðris. Hér má sjá mynd af flytjendum í Hlöðunni.