23.9.2015 22:15

Miðvikudagur 23. 09. 15

Í kvöld var viðtal mitt við Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra Borgarleikhússins, sýnt á ÍNN. Næst má sjá hann á rás 20 á miðnætti og síðan á tveggja tíma fresti til 18.00 á morgun en hvenær sem er á tímaflakki Símans.

Hér í Bergen var félagið Snorres Venner, Vinir Snorra [Sturlusonar] stofnað á fundi kl. 18.00. Lög félagsins voru samþykkt og kosin stjórn. Flutt var talað mál og tónlist. Fundurinn var vel sóttur og fjöldi manns hefur sýnt félaginu áhuga.