Föstudagur 11. 09. 15
Samtal mitt við Tolla á ÍNN miðvikudaginn 9. september er komið á netið og má sjá það hér. Við ræðum meðal annars um hugleiðslu en í 60 Minutes á DR2 var í kvöld var einmitt einn þriðjungurinn um mindfulness, núvitund, hugleiðsluaðferð sem nýtur mikilla vinsælda.
Kammersveit Reykjavíkur hélt upp á 80 ára afmæli Arvos Pärts með glæsilegum tónleikum í Langholtskirkju.
Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að segja skilið við íslensk stjórnmál og snúa sér að hjálparstarfi í Palestínu,.Rætt rætt er við hana í Fréttablaðin í dag. Þar segir:
„Ertu að segja að það sé einhver aumingjavæðing í gangi? „Það er það. Þú færð meira með því að eiga svolítið bágt, meiri athygli og meiri bætur. […]
Ég ætla bara segja það hér, að mér finnst það synd þegar félagsráðgjafinn fer að líta á það sem mannréttindi skjólstæðings síns að reykja kannabis og fokka upp lífi sínu. Að fara að berjast fyrir því að hann fái að vera bara á þeim stað í tilverunni. […]
Kannski eigum við að fara að krefjast árangurs. Ég hef talað fyrir því að félagsráðgjafar og það kemur inn á rekstrahallann, að við erum með alltof mikið af vinnufæru fólki á fjárhagsaðstoð. […]
En það hefur verið andstaða við það hjá velferðarsviði borgarinnar en ekki hjá þjónustumiðstöðvunum, þar sem starfsmenn hitta unga fólkið sem er vinnufært, þar til að það verður óvinnufært því fólk sem er lengi á fjárhagsaðstoð festist í svona fátækragildru. Það smám saman missir hlutverk sitt, missir taktinn í tilverunni. Fer að sofa kannski þrettán tíma á sólarhring, fær vegna þess stoðkerfisvanda sem ekki var til staðar áður. […]Mér finnst of mikil linkind innan kerfisins og við vera með of margt vinnufært fólk á fjárhagsaðstoð. Við getum sparað mjög mikla fjármuni með því að fækka fólki á fjárhagsaðstoð. Auk þess að spara í heilsutengdum kostnaði til framtíðar. Þetta er svona stóra pólitíska málið sem ég brenn fyrir því mér finnst við eigum að gefa ungu fólki tækifæri ef ekki á vinnu þá menntun.“
Flutti Björk þennan ágæta boðskap nokkru sinni þegar hún bauð sig fram?