5.9.2015 18:40

Laugardagur 05. 09. 15

Í dag stunduðu tæplega 30 manns qi gong á Kvoslæk undir leiðsögn Kenneth Cohens. Frá því snemma morguns og þar til nú hefur svo mikill rigningarsuddi verið í Fljótshlíðinni að varla sést á milli bæja. Mér sýnist á vefsíðunni Belgingi að þetta sé einn fárra staða sem rignir á landinu – og það engin smárigning. Kenneth Cohen var hér fyrir tveimur árum tveimur vikum fyrr. Þá rigndi einnig svona mikið. Vonandi styttir upp á morgun svo að hann sjái Eyjafjallajökul – þann mikla orkubrunn.