5.8.2015 19:40

Miðvikudagur 05. 08. 15

Hið sama gildir um fargjöld með frönskum járnbrautarlestum og flugfélögum að því fyrr sem menn panta farið því minna borgar þeir. Þannig má komast frá Nice til Parísar á um 6 tímum með TGV-hraðlestinni fyrir um 6.500 kr. í því sem þeir kalla Zen- fyrsta farrýmið. Þar er óskað eftir að farþegar tali lágum hljóðum, láti síma sína ekki hringja og tali alls ekki í þá. Hlátrasköll eru ekki heldur leyfð eða hvaðeina annað sem truflað getur aðra farþega. Lestirnar þjóta áfram á mörg hundruð kílómetra hraða eftir að þær hætta að safna saman farþegum. Í dag tafðist ferðin um 20 mínútur vegna þess að loftkæling í einum vagnanna bilaði. Við það var hitinn illþolanlegur.