4.8.2015 21:00

Þriðjudagur 04. 08. 15

Héldum áfram förinni í hlíðunum fyrir ofan Heiðbláu ströndina. Gistum í Vence.  Fyrir utan gömlu borgarmúrana stendur askur sem Frans 1. gaf íbúum Vence árið 1538. Sumir hlutar borgarinnar eru frá því fyrir Krist. Hér er því rótgróin menning. ESB-fáninn blaktir ekki heldur við hlið hins franska á ráðhúsbyggingunni. Hann sést varla hér um slóðir. Skyldi það vera tilviljun?