3.8.2015 17:00

Mánudagur 03. 08. 15

Í dag var haldið frá Heiðbláu ströndinni upp í hlíðarnar fyrir ofan Cannes. Nú fer brátt að kvölda í smáþorpinu Cabris. Þaðan sést vítt yfir og segir í bæklingi að á björtum morgni megi sjá til Miðjarðarhafseyjarinnar Korsíku af kirkjutorginu hérna. Við búum við torgið og þar vinna menn í rúmlega 30° hita við að setja upp leiksvið fyrir kvöldið. Líklega getum við fylgst með sýningunni úr glugga gistihússins. Hér um slóðir drekka menn helst kælt, létt rósavín í hitanum. Það er selt fyrir fimm evrur flaskan úr kæli í bakaríinu í Cabris.