16.6.2015 18:00

Þriðjudagur 16. 06. 15

Í byrjun september gefst einstakt tækifæri til að kynnast qi gong undir leiðsögn þess manns sem hefur lagt sig mest fram um að kynna kínversku lífsorkuæfingarnar fyrir vestrænum mönnum. Bandaríkjamaðurinn Ken Cohen hefur nokkrum sinnum áður heimsótt Ísland. Hann var hér síðast fyrir tveimur árum og verður nú að nýju með námskeið að Kvoslæk í Fljótshlíð. Hér má fræðast um námskeiðið og bóka sig á það, best er að gera það sem fyrst því aðeins 30 komast þangað. Námskeiðið er kynnt innan lands og utan.