7.6.2015 20:10

Sunnudagur 07. 06. 15

Í kvöld má sjá í þættinum Hovedscenen á NRK2 úrslitin í keppninni Den norske solistprisen sem fóru fram í Hákonarhöll í Bergen laugardagskvöldið 30. maí og ég sagði frá hér á síðunni eftir að hafa verið á tónleikunum – Eva Þórarinsdóttir fiðluleikari keppti fyrir Íslands hönd. Þáttinn má sjá á tímaflakki Símans næsta sólarhring.