30.5.2015 17:00

Laugardagur 30. 03. 15

Í dag var tilkynnt í Bergen hverjir hefðu verið tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlanda árið 2015. Kammersveit Reykjavíkur annars vegar og Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari hins vegar voru tilnefnd af Íslands hálfu. Verðlaunin verða veitt í Reykjavík í október 2015. Kjartan Ólafsson tónskáld er í dómnefndinni af Íslands hálfu. Ég tók mynd við athöfnina í dag og má sjá hana hér. 

Í kvöld var úrslitakeppni um Den norske solistpris 2015 og fór hún fram í Hákonarhöll. Danska konan Eva Kruse Steinaa sem leikur á óbó sigraði. Eva Þórarinsdóttir fiðluleikari tók þátt fyrir Íslands hönd og stóð sig með mikilli prýði.

Keppnin var tekin upp af NRK2 og verður sýnd í þættinum Hovedscenen sunnudaginn 7. júní en margir horfa reglulega á hann á Íslandi. Þá kann upptakan einnig að verða sýnd í ríkissjónvarpinu.