4.5.2015
21:00
Mánudagur 04. 05. 15
Páll Skúlason, fyrrv, rektor Háskóla Íslands, var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 4. maí 2015. Var hann 69 ára þegar hann andaðist eftir tveggja ára erfið veikindi. Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson jarðsöng en Vilhjálmur Árnason prófessor minntist Páls. Kirkjan var þéttsetin og að athöfninni lokinni var boðið til erfidrykkju á Háskólatorgi. Ég ritaði minningargrein um Pál í
Morgunblaðið og
má lesa hana hér.