20.4.2015 21:00

Mánudagur 20. 04. 15

Jón Atli Bene­dikts­son var  kjör­inn rektor Há­skóla Íslands í dag með 52,8% at­kvæða.

Á kjör­skrá voru 14.345 manns og var kosn­ingaþátt­taka 52,7%. Guðrún Nordal keppti einnig um embættið. Ég ræddi við þau bæði á ÍNN í aðdraganda kosninganna og hér má sjá viðtal mitt við Jón Atla. 

 

Nú er viðtal mitt við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, komið inn á netið og má sjá það hér. Ég virði sjónarmið þeirra sem vilja íhuga alla kosti varðandi staðarval fyrir hinn nýja spítala en er eindregið þeirrar skoðunar að þeir sem vilja hann ekki við Hringbraut eyði hugarorku sinni og tíma til einskis með skrifum eða annars konar málflutningi. Sannfærðist ég endanlega um það þegar ég ræddi við Pál.