19.4.2015 21:20

Sunnudagur 19. 04. 15

Kosið var þings í Finnlandi í dag og líklegt er að Juha Sipilä, formaður Miðflokksins, verði næsti forsætisráðherra og taki við af Alexander Stubb, formanni mið-hægriflokksins. Samlingspartiet, sem liggur við að kalla megi Samfylkinguna sé nafnið íslenskað. Forsætisráðherraefnið segist ætla að skapa 80.000 ný störf á næstu 4 árum og að Kínverjar séu mikilvægir alþjóðlegir samstarfsraðilar Finna.

Timo Soin er formaður Finnaflokksins sem eftir þingkosningar fyrir fjórum árum vildi ekki í ríkisstjórn vegna ágreinings um neyðarlán til Finna sem hann studdi ekki. 

Flokkurinn hélt nú sæti sínu sem einn finnsku fjórflokkanna. „Við höldum okkar sessi,“ sagði Soini en talið er að hann verði nú alvöru-þátttakandi í stjórnarmyndun.  Finnar fari aðra leið en þjóðir þar sem þeim er haldið frá ríkisstjórnum sem hafa horn í síðu ESB-aðildar. Í Finnlandi hafa foringjar annarra flokka reynt að fá Finnaflokkinn til samtarfs í því skyni að minnka sérstöðu hans.

Í dag skrifaði ég pistil hér á síðuna þar sem ég segi frá umræðum á alþingi um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við ESB. Þær sýna að Össur og Samfylkingin eru áfram strand í málinu.