Sunnudagur 05. 04. 15 - páskadagur
Það varð mikil breyting á veðrinu í Fljótshlíðinni yfir páskanna. Á myndinni lengst til hægri er Eyjafjallajökull bakaður í sól miðvikudaginn 1. apríl. Þá var einnig þungfært upp heimtröðina. Á páskadag 5. apríl, hafði snjóinn tekið upp og heimtröðin var auð. Aðafaranótt 1. apríl var 11 stiga frost í Fljótshlíðinni, 17 stig á Hellu. Á páskadag var um 8,5 stiga hiti í Fljótshlíðinni – raunar sýndi mælirinn í bílnum 10 stig þegar komið var úr messu hjá séra Önundi Björnssyni í Hlíðarendakirkju um klukkan 14.00 á páskadag.
Í fyrsta sinn sá ég tjald við bæinn en bændur sögðust hafa séð hann fyrst nokkrum dögum fyrr. Þeir segja lítið frost í jörðu og því muni gróður fljótur að taka við sér nái að hlýna – frosti er spáð næstu daga.