4.3.2015 19:30

Miðvikudagur  04. 03. 15

Í dag birtist viðtal mitt við Hjalta Pálsson á ÍNN á netsíðu sjónvarpssíðunnar en það var frumsýnt 25. febrúar, má sjá viðtalið hér.  Í dag ræddi ég við Jakob F. Ásgeirsson, rithöfund, ritstjóra og bókaútgefanda, á ÍNN og verður samtalið sýnt klukkan 20.00 og síðan á tveggja tíma fresti til 18.00 á morgun, Nú eru 10 ár liðin frá því að Jakob hratt útgáfu á tímaritinu Þjóðmálum úr vör og hefur það komið út fjórum sinnum á ári síðan með mjög fjölbreyttu efni. Nýjasta heftið, vorhefti 2015, fer í dreifingu á morgun.