19.11.2014 21:00

Miðvikudagur 19. 11. 14

Í dag ræddi ég við Ragnar Jónasson, rithöfund og lögfræðing, í þætti mínum á ÍNN. Hann er höfundur bókarinnar Náttblindu og er hún sjötta bók hans og gerist í Siglufirði. Lögreglumaðurinn Ari er höfuðpersóna bókarinnar eins og í fjórum fyrri bóka Ragnars. Næsta bók Ragnars verður án Ara og gerist ekki í Siglufirði. Sjá má samtal okkar klukkan 22.00 og síðan á tveggja tíma fresti til klukkan 18.00 á morgun.