29.10.2014 20:50

Miðvikudagur 29. 10. 14

Í dag ræddi ég við Þórhall Ólafsson, forstjóra Neyðarlínunnar, í þætti mínum á ÍNN og snýst samtal okkar um Tetra-kerfið, það er sérstakt fjarskiptakerfi sem ákveðið var að næði til landsins alls á árinu 2004 og er nú undirstaðan í samskiptum allra viðbragðsaðila á landinu með alls um 6.700 skráða notendur. Næst má sjá samtal okkar Þórhalls klukkan 22.00 og síðan á tveggja tíma fresti til klukkan 18.00 á morgun.

Í þætti mínum fyrir viku ræddi ég við Aðalheiði Héðinsdóttur, forstjóra Kaffitárs, um þróun fyrirtækisins og þá ákvörðun ISAVIA að úthýsa því úr flugstöð Leifs Eiríkssonar án viðhlítandi skýringar. Hér má sjá samtal okkar Aðalheiðar.