4.10.2014 19:10

Laugardagur 04. 10. 14

Nú er hér á landi dr. Yang, Jwing-Ming qi gong meistari og heldur tveggja daga námskeið og kennir undirstöðuatriði í Tajstjí qi gong. Þetta er í annað skipti sem dr. Yang kemur til landsins og efnir til námskeiðs en hann er nú á leið til fimm Evrópulanda. Fyrir skömmu ræddi ég við Þóru Halldórsdóttur um qi gong og dr. Yang í þætti mínum á ÍNN og má sjá hann hér.

Þetta er fjórða námskeiðið sem ég sæki hjá dr. Yang. Æfingarnar sem hann kennir nú sameina vel hugleiðslu og qi gong enda er tajstjí annað kínverskt orð yfir taó, tómið eða veginn. Hugurinn er tækið sem við notum til að fara þennan veg og qi gong kerfið sem beitt er til að njóta ferðarinnar sem best.