22.9.2014 21:30

Mánudagur 22. 09. 14

Sam­keppnis­eft­ir­litið birti í dag niðurstöðu sína um 370 milljón króna sekt á Mjólk­ur­sam­söl­una (MS) fyr­ir mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu. MS beitti smærri keppi­nauta sam­keppn­is­hamlandi mis­mun­un með því að selja þeim hrámjólk á 17% hærra verði en fyr­ir­tæki sem eru tengd MS greiddu. Mjólk­ur­búið Kú ehf. (Mjólk­ur­búið) kvartaði yfir þessari mismunun.

Í til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eftirtlt­inu seg­ir að í upp­hafi árs 2013 hafi rann­sókn haf­ist á ætluðum brot­um Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar á banni 11. gr. sam­keppn­islaga við mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu.

Til­drög rann­sókn­ar­inn­ar voru að Mjólk­ur­búið Kú ehf. (Mjólk­ur­búið) kvartaði yfir því að þurfa að greiða MS 17% hærra verð fyr­ir óunna mjólk til vinnslu, sk. hrámjólk, en keppi­naut­ar Mjólk­ur­bús­ins sem eru tengd­ir MS þyrftu að greiða.

Á grund­velli und­anþágu frá banni sam­keppn­islaga við sam­ráði hafa Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og MS með sér mikið sam­starf í fram­leiðslu og sölu á mjólkuraf­urðum og auk þess á KS 10% hlut í MS. Ekki leik­ur vafi á því að MS er í markaðsráðandi stöðu, segir Samkeppniseftirlitið.

Eftirlitið telur alþingi ekki hafa samþykkt að markaðsráðandi afurðastöðvar í mjólk­uriðnaði væru und­anþegn­ar banni sam­keppn­islaga við mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu.

Er það niðurstaða Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að MS hafi með al­var­leg­um hætti brotið gegn 11. gr. sam­keppn­islaga. Ákvæðið legg­ur m.a. bann við því að markaðsráðandi fyr­ir­tæki mis­muni viðskipta­vin­um með ólík­um skil­mál­um í sams kon­ar viðskipt­um og sam­keppn­is­staða þeirra þannig veikt.

Að þessi opinberi texti sem birtur er hér að ofan skuli saminn á árinu 2014 og enn skuli fyrirtæki og  stjórnmálaflokkar telja sér sæma að verja kerfi reist á þessum grunni er ekki til marks um annað en hve langan tíma tekur að færa viðskiptalífið í nútímanlegt horf. Að þetta sé síðan notað til að koma óorði á bændur er fráleitt. Er líklegt að þeir sem hafa búið þannig um hnútana hafi í raun verið með hag bænda í huga?