Fimmtudagur 18. 09. 14
Nú er þáttur minn á ÍNN frá 10. september þar sem ég ræði við Þóru Halldórsdóttur um qi gong kominn á netið og má sjá hann hér.
Í dag birtist fjórða grein mín um sjálfstæðiskosningarnar í Skotlandi í Morgunblaðinu. Í dag ráðast úrslitin um framtíð Skotlands.
Í bresku blöðunum í dag má sjá ægifagra mynd frá Íslandi þar sem norðurljós speglast á einstæðan hátt í jökullóni. Myndin er birt vegna þess að James Woodend sem tók hana var tilnefndur Astronomy Photographer of the Year fyrir myndina og er hún nú til sýnis ásamt öðrum myndum í keppninni í Royal Observatory í Greenwich í London.