3.9.2014 19:55

Miðvikudagur 03. 09. 14

Í þætti mínum á ÍNN hinn 27. ágúst ræddi ég við Vilhjálm Árnason alþingismann og má sjá þáttinn hér.

Í dag ræddi ég við Brynjar Níelsson alþingismann og verður þátturinn sýndur klukkan 20.00 í kvöld og síðan á tveggja tíma fresti til klukkan 18.00 á morgun.

Ólafur Hauksson ritar grein á Pressuna í dag þar sem hann lýsir vinnubrögðum Reynis Traustasonar, ritstjóra DV. Hér má nálgast greinina.

Í samtali mínu við Brynjar Níelsson kemur fram undrun yfir að yfirvöld skuli stjórnast af skrifum eins og þeim sem birtast undir ritstjórn Reynis.

Grein Ólafs fjallar öðrum þræði úr leka úr Arion-banka til Reynis. Allir vita nú hvernig Reynir bregst við gagnrýni. Arion-banki hlýtur að gera hreint fyrir sínum dyrum.