Miðvikudagur 27. 08. 14
Hér má sjá þátt minn á ÍNN frá því í síðustu viku þar sem ég ræði við Þorkel Helgason stærðfræðing í tilefni 40. starfsárs Sumartónleikanna í Skálholti og 40 ára afmælis Kammersveitar Reykjavíkur.
Í dag ræddi ég við Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, í þættinum á ÍNN. Vilhjálmur lýsti reynslu sinni af löggæslu við Alþingishúsið og Stjórnarráðshúsið í janúar 2009, við ræddum breytingar á skipan lögregluumdæma, lekamálið og síðast en ekki síst tillögu Vilhjálms um að loka verslunum ÁTVR og leyfa sölu áfengis í smásöluverslunum. Vilhjálmur segir 30 þingmenn þegar hafa lýst stuðningi við málið, þar að auki hafi nokkrir verið hálfvolgir, þeir hafi nú snúist til fylgis við það.
Næst er unnt að sjá samtal okkar Vilhjálms kl. 22.00 síðan á tveggja tíma fresti til kl. 18.00 á morgun.