Miðvikudagur 13. 08. 14
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, hefur dvalist hér í dag og af því tilefni skrifaði ég pistil á Evrópuvaktina sem lesa má hér. Ég lét þess ógetið þar að í þau fimm ár sem hann hefur verið framkvæmdastjóri NATO var hér á landi ríkisstjórn með þátttöku flokks, vinstri-grænna, sem er í andstöðu við aðild Íslands að NATO.
Rannsóknarefni er hvaða áhrif þetta hafði á stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Á blaðamannafundi í Reykjavík lét NATO-framkvæmdastjórinn þess sérstaklega getið að Svíar og Finnar hefðu tekið þátt í flughersæfingu hér á landi í febrúar sl.
Leiksýning var sett á svið vegna þeirrar þátttöku þegar hún var kynnt á utanríkisráðherrafundi Norðurlandanna sem Steingrímur J. Sigfússon, þáv. formaður VG, sat í fjarveru Össurar Skarphéðinssonar. Fundurinn var í Helsinki haustið 2012 og þá létu menn eins og um norræna æfingu væri að ræða og forðuðust að minnast á NATO.
Hér má sjá video-blogg sem Anders Fogh Rasmussen sendi frá Reykjavík.