20.7.2014 22:10

Sunnudagur 20. 07. 14

Þokan var svo svört á Holtavörðuheiðinni í dag að undrun vekur að þar skuli ekki hafa orðið óhapp í umferðinni. Allir hafa sýnt nauðsynlega varkárni og komist leiðar sinnar.

Í Norðurárdalnum sýndi mælirinn í bílnum um 23 stiga hita. Það má því segja að góða veðrið hafi fylgt okkur allt frá Djúpavogi til Reykjavíkur.