Laugardagur 19. 07. 14
Ókum um Dalvík þar sem var flóamarkaður og um Ólafsfjörð til Siglufjarðar þar sem mikið hefur verið gert fyrir ferðamenn og enn er unnið að framkvæmdum af stórhug.
Þjóðlagasetur séra Bjarna Þorsteinssonar minnir á hið ómetanlega starf hans í þágu tónlistar á Íslandi en einnig á hve miklu hann skipti fyrir þróun byggðar í Siglufirði.
Héðinsfjarðargöng eru mikil samgöngubót og í samanburði við gömlu göngin milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar sýna þau framfarir og breyttar kröfur í vegagerð. Jarðsigið í veginum fyrir vestan Siglufjörð hlýtur að vera vegagerðarmönnum áhyggjuefni ekki síður en ökumönnum.