16.7.2014 23:55

Miðvikudagur 16. 07. 14

Veðurblíðan í Seyðisfirði var einstök í dag.

Í kvöld léku Rut og Richard Simm píanóleikari í sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar í Seyðisfirði. Þetta er merkilegt menningarframtak sem stutt er af ýmsum aðilum.

Kvöldið áður en ferjan Norræna kemur til landsins og leggur úr höfn að nýju er efnt til tónleika fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn sem setja mikinn svip á bæinn.

Í dag eru fimm ár síðan alþingi samþykkti að sækja um aðild að ESB. Nú hafa Brusselmenn jarðað umsóknina eins og ég lýsi hér.