17.6.2014 22:50

Þriðjudagur 17. 06. 14

Ókum til Þingvalla í kvöld þar sem Rut lék einleik í Þingvallakirkju í tónleikaröðinni sem Einar Jóhannesson skipuleggur nú áttunda árið í röð. Það rigndi mikið og minnti vafalaust á veðrið 17. júní 1944 eins og því hefur verið lýst, nú síðast í skemmtilegum sjónvarpsþætti þar sem rætt var við lýðveldisbörnin. Tónleikagestir fylltu bekki kirkjunnar og fögnuðu Rut vel í lokin.