27.5.2014 23:20

Þriðjudagur 27. 05. 14

Fór í dag í Skógasafn og sótti fróðleik um hið mikla starf sem þar er unnið og framtíðarstefnu. Ferðaþjónusta er mikil og vaxandi undir Eyjafjöllum og safnið að Skógum hefur mikið aðdráttarafl. Það er opið allan ársins hring og var aðeins lokað einn dag á síðasta ári. Að öllu er staðið af stórhug og myndarskap.

Þá sótti ég fund sem frambjóðendur D-listans í Rangárþingi eystra boðuðu í Gunnarshólma. Þar flutti Daði Már Kristófersson fróðlegan fyrirlestur um landbúnaðarmál og svaraði fyrirspurnum.

Þeir segja mér bændur hér um slóðir að vorið sé betra en þeir minnist að hafa kynnst áður. Þar muni mest um að það hafi ekki orðið neitt „bakslag“ eftir að tók að vora, það er ekki næturfrost auk þess rignt hafi hæfilega mikið.

Fyrir nokkru sagði ég frá hvítri tófu í túninu hjá mér. Skömmu síðar var ein slík skotin í byggð fyrir neðan þjóðveginn. Önnur hvít tófa sást hér í nágrenninu snemma í morgun og kunnugir segja að tófur sjáist víða þar sem þær hafi ekki verið áður. Það er greinilega nauðsynlegt að grípa til harðra gagnaðgerða. Að minnsta kosti eitt höfuðlaust lamb hefur fundist