28.4.2014 22:40

Mánudagur 28. 04. 14

Efnt var til hátíðlegrar athafnar í Hörpu í dag til að kynna nýja þýðingu á 40 Íslendingasögum og 52 þáttum á dönsku, norsku og sænsku. Jóhann Sigurðsson útgefandi var hylltur að verðleikum af þéttsetnum sal. Ritstjórar gerðu grein fyrir verklagi sínu og lesið var úr þýðingunum. Menningarmálaráðherrar Norðurlanda eða fulltrúar þeirra og Norræna ráðherraráðsins tóku við bókunum að gjöf, fimm bindi í öskju.