26.4.2014 23:40

Laugardagur 26. 04. 14

Ágreiningur er meðal framsóknarmanna um ástæðuna fyrir ákvörðun Guðna Ágústssonar um að gefa ekki kost á sér til framboð í borgarstjórnarkosningunum. Spurning er hvort það var tillitið til fjölskyldunnar eða skilningsleysi ráðamanna Framsóknarflokksins sem réð úrslitum hjá Guðna og leiddi þess að hætti við framboðið. Meginspurningin er um hugmynd Guðna um að hann leiddi lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina.

Víða um land eiga framsóknarmenn samstarf við aðra um framboð til sveitarstjórna. Það er einkennilegt að hugmynd í þá veru hafi þótt bannorð í Reykjavík. Kannanir sýna framsóknarmenn standa verr að vígi í höfuðborginni en á flestum öðrum stöðum á landinu.

Guðni Ágústsson minntist ekki á pólitískan ágreining vegna framboðshugmynda sinna þegar hann dró sig í hlé heldur vísaði til samtals við fjölskyldu sína.

Að lokum hefur afstaða Guðna ráðist af mati á aðstæðum og viðbrögðum eftir að umræður hófust um hugsanlegt framboð hans. Það er ósannfærandi að innan við sólarhring áður en tilkynna átti framboðið hafi ágreiningur um hvað það ætti að heita leitt til afboðunar kynningarfundarins.