23.4.2014 21:00

Miðvikudagur 23. 04. 14

Í dag, á degi bókarinnar, ræddi ég við Jóhann Sigurðsson, útgefanda Íslendingasagna, í þætti mínum á ÍNN um útgáfustarf hans sem hefur í um tvo áratugi snúist um heildarútgáfu á 40 Íslendingasögum og 52 þáttum, fyrst á ensku, árið 2000, og nú á dönsku, norsku og sænsku. Þetta er ótrúlegt afrek sem einkennist af hugdirfsku og þrautseigju. Jóhann segir að safnbók Penguins á sögunum hafi selst í rúmlega 300.000 eintökum. Hún er söluhæsta bók til útlendinga hér á landi.

Næst má samtalið við Jóhann kl. 22.00 og síðan á tveggja tíma fresti til kl. 18.00 á morgun.