20.4.2014 23:55

Sunnudagur 20. 04. 14

Fórum í páskadagsmessu klukkan 11.00 í Árbæjarkirkju við Ytri-Rangá þar sem séra Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur í Fellsmúla, messaði og flutti góða prédikun, síðan bauð hún öllum kirkjugestum í fiskisúpu í safnaðarheimilinu. Hún var ekki síðri en prédikunin.