14.4.2014 22:55

Mánudagur 14. 04. 14

Undir lok mars 2008 var ég í Valparaíso í Síle þaðan sem fréttir berast nú mikið tjón vegna skógarelda. Fréttirnar herma að eldurinn hafi ekki borist í þann hluta borgarinnar sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Bærinn stendur í hlíðum hæða eða fjalla sem umlykja höfnina við Kyrrahafið. Hún var þar til Panama-skurðurinn kom til sögunnar (1914) fyrsta stórhöfn sem sæfarendur heimsóttu eftir að hafa siglt suður fyrir Suður-Ameríku. Herfloti Sílemanna hefur þarna mikla bækistöð.

Gamli bærinn er einstakur og hefur verið valinn á heimsminjaskrána. Marglituð timburhús teygja sig upp brattar hlíðarnar. Það er hörmulegt að hlusta á hinar dapurlegu fréttir frá þessari fögru borg.