10.3.2014 21:00

Mánudagur  10. 03. 14

Í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var tónninn í fréttum af málþófi á alþingi sá að við stjórnarandstöðuna væri að sakast. Það væri henni til vansæmdar að fallast ekki án óþarfra málalenginga á óskir stjórnarflokkanna um afgreiðslu mála. Nú er öldin önnur í fréttum ríkisútvarpsins, af þeim verður helst ráðið að meirihluti þingmanna standi í vegi fyrir að hans eigin mál séu afgreidd. Það sé ríkisstjórninni að kenna að minnihluti þingmanna telji sig þurfa að koma í veg fyrir framgang mála ríkisstjórnarinnar.

Þetta er málflutningur í ætt við þá kenningu að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi stofnað til málaferla gegn Seðlabanka Íslands til að auka á hróður bankans og skerpa sjálfstæði hans innan stjórnkerfisins. Már tapaði málinu á báðum dómstigum af því að dómrarar komust að þeirri niðurstöðu að seðlabankanum bæri að fara að landslögum – styrkti það bankann eða veikti? Már vildi að bankinn væri hafinn yfir landslög – bankinn hefur samkvæmt því veikst vegna málaferlanna og þarf auk þess að borga brúsann.

Viðtal Þóru Arnórsdóttur í Kastljósi við Gary Kasparov var fróðlegt, hér má sjá það.