Fimmtudagur 06. 03. 14
Miðaldastofa við Háskóla Íslands gengst í vetur fyrir fyrirlestraröð um klaustur á Íslandi. Í dag gerði Steinunn Kristjánsdóttir prófessor grein fyrir rannsókn sem hún er hefja á miðaldaklausturstöðum um land allt. Steinunn stjórnaði rannsóknum að Skriðuklaustri í 10 ár og gaf út bók um þær og niðurstöður sínar á síðasta ári.
Klaustur var lengst starfrækt að Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu, rúm 400 ár. Steinunn sagði að undir lok apríl yrði hún með öðrum við frumrannsóknir að Þingeyrum.
Þeir fyrirlestrar sem ég hef sótt í þessari röð vekja meiri áhuga en húsrúm leyfir.