Laugardagur 01. 03. 14
Ólafur Teitur Guðnason bendir á fasbókarsíðu sinni á þá staðreynd að á alþingi hafi aldrei verið meirihluti fyrir aðild að ESB. Þetta er merkileg staðreynd í ljósi umræðnanna nú og þess að samt var sótt um aðild að sambandinu og stofnað til þess stórpólitíska vanda sem enn hefur ekki tekist að leysa. Ábyrgð þeirra stjórnmálamanna sem stóðu að þessu feigðarflani er mikil en þeir skorast undan henni með því að tala um tilgang umsóknarinnar á allt annan veg en stjórnmálamenn hvarvetna annars staðar: hann hafi ekki verið að ganga í ESB heldur kanna með hvaða skilyrðum hugsanlegt væri að gera það.
Alþingi verður að binda enda á umsóknarferlið og sjá til þess að það hefjist ekki að nýju án umboðs frá þjóðinni í atkvæðagreiðslu.
Tvær tillögur eru nú til umræðu og afgreiðslu í utanríkismálanefnd þingsins sem báðar miða að því að stöðva formlega ferlið sem hófst með samþykkt alþingis 16. júlí 2009. Þessa ákvörðun á alþingi að taka eitt og óstutt. Vilji menn halda af staða til Brussel að nýju ber að tryggja bæði meirihluta á alþingi og meðal þjóðarinnar.
Í dag tók ég mynd í vetrarblíðunni skammt frá Hlíðarenda í Fljótshlíð og má sjá hana hérna.