Sunnudagur 09. 02. 14
Blaðinu Reykjavík vikublaði er dreift endurgjaldslaust í hús í höfuðborginn. Blaðinu er haldið úti af Ámunda Ámundasyni fyrir fé frá auglýsendum, Ingimar Karl Helgason er ritstjóri og Atli Þór Fanndal er rannsóknarblaðamaður.
Síðastliðið sumar voru sagðar fréttir af því að með haustinu liti rafrænt blað, Skástrik, dagsins ljós. Hvatamenn þess væru Atli Þór Fanndal og Aðalsteinn Kjartansson sem báðir hefðu verið blaðamenn á DV. Þeir ættu 30% hlut hvor í útgáfufélagi blaðsins og deildi Atli Þór hlut sínum með unnustu sinni, Ingibjörgu Ósk Ólafsdóttur. Lilja Skaftadóttir í eigendahópi DV og áður Smugunnar ætti 30% og hlutur útgáfufélagsins væri 10%.
Sé farið inn á netið sést að Skástrik birtist síðast skömmu eftir að Jón Gnarr sagðist ekki ætla að bjóða sig fram að nýju.
Atli Þór Fanndal hefur þó ekki lagt árar bát. Hann réttir nú fyrrverandi samstarfsmönnum á DV hjálparhönd og skipar sér í röð þeirra sem ganga hart fram í „lekamálinu“ svonefnda. Í nýjasta tölublaði Reykjavíkur vikublaðs fer hann fjörutíu ár aftur í tímann til Watergate-málsins í Washington til að rannsaka eðli „lekamálsins“ – sýnir það best í hvaða ógöngur þeir eru komnir sem reyna allt sem þeir geta til að halda lífi í umræðum um málið sem snýst um brottvísun á ólöglegum innflytjanda.
Atli Þór starfaði á sínum tíma með ungum jafnaðarmönnum og lét verulega að sér kveða á þeim vettvangi. Þeir Ingimar Karl Helgason og Atli Þór sameina krafta VG og Samfylkingar í Reykjavík vikublaði. Þeir hafa báðir reynt fyrir sér í rafrænni blaðamennsku án þess að ná þeim árangri sem að var stefnt. Ingimar Karl var á Smugunni sem lagði upp laupana og Atli Þór á Skástriki sem einnig er hætt að birtast – í báðum tilvikum lagði Lilja Skaftadóttir fram fé eins og hún hefur einnig gert til að halda úti DV,