23.1.2014 22:45

Fimmtudagur 23. 01. 14

Norðmönnum var ekki skemmt þegar þeir kynntust svari bandaríska sendiherraefnisins í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings þegar John McCain spurði um Framfaraflokkinn, annan norska stjórnarflokkinn. Sjá hér.   Sendiherraefnið hafði ekki hugmynd um hvað hann var að segja þegar hann tók að tala um Framfaraflokkinn og ofstæki flokksmanna.

Áður hafði John McCain saumað að sendiherraefninu fyrir Ungverjaland. Spurt hana hvort hún ætlaði að gera betur en fráfarandi sendiherra sem hafði komist upp á kant við ungversku ríkisstjórnina. Öldungadeildarþingmaðurinn spurði þau öll þrjú hvort þau höfðu komið til landanna þar sem þau yrðu sendiherrar. Aðeins konan sem er á leið til Ungverjalands hafði gert það. Öll þrjú eru þau tilnefnd af Barack Obama andstæðingi Johns McCains sem yfirgaf nefndarfundinn með þau orð á orð á vörunum að þau „ótrúlega vel hæfur hóp“.

Robert C. Barber, lögfræðingur frá Boston og sendiherrarefni á Íslandi, slapp undan  spurningahríð Johns McCains. Barber sagði í upphafsávarpi sínu að ratsjárvarnarstöðvarnar á Íslandi skiptu miklu fyrir NATO og öryggi Bandaríkjanna. Fyrir þá sem muna hvernig Bandaríkjamenn stóðu að brottförinni frá Íslandi þegar Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra taldi með öllu ónauðsynlegt að halda í ratsjárstöðvarnar er merkilegt að kynnast þessu viðhorfi sendiherraefnisins.

Hér má lesa frásögn af ávarpi Barbers.