17.1.2014 23:20

Föstudagur 17. 01. 14

Reynir Traustason, ritstjóri DV, sækir gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innaríkisráðherra og samstarfsfólki hennar af óvenjulegri hörku. Ætlar hann að gera henni ókleift að gegna embætti sínu eða beinlínis flæma hana úr því. Í þessu tilviki er haldreipi Reynis saga sem DV hefur samið með því að slíta orð og ummæli úr samhengi. Þessi romsa er endurtekin hvað eftir annað.

Þeir sem hafa fylgst með Reyni og skráð hluta af sögu hans við blaðamennsku þekkja þessi vinnubrögð. Mesta undrun vekur ef innanríkisráðherra og samstarfsmenn hennar ræða við Reyni eða aðra starfsmenn DV án þess að eiga samtölin á segulbandi. Blaðamaður sem hafði kynnst Reyni taldi ekki skynsamlegt að ræða við hann án leynilegs upptökutækis.

Hið einkennilega er að alþingismenn í stjórnarandstöðu skuli ganga erinda Reynis.

Hér má sjá viðtal mitt við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sem sýnt var á ÍNN miðvikudaginn 15. janúar.