10.1.2014 22:20

Laugardagur 10. 01. 14

Snjóflygsurnar sem falla hér fyrir utan gluggann í Fljótshlíðinni eru hinar stærstu sem ég hef séð og á skömmum tíma hefur þykk hvít hula lagst yfir landið. Það er logn og mér sýnist á borði hér fyrir utan gluggann að á tímanum milli 19.00 og 22.00 hafi fallið um 25 cm af snjó. Fréttir berast af viðvörun lögreglunnar á Hvolsvelli vegna hættu á Suðurlandsveginum. Þegar ekið var austur fyrr í dag var vegurinn auður og bjart yfir Þríhyrningi.