9.1.2014 23:00

Fimmtudagur 09. 01. 14

Í Morgunblaðinu í morgun birtist fjögurra dálka fyrirsögn: Boða til kosninga í N-Kóreu og undir henni stóð: „Fyrstu þingkosningar frá því að Kim Jong-un tók við völdum Þingið valdalaus samkunda Fylgst með hvort frekari hreinsanir æðstu manna eigi sér stað“.

Þegar svona stór fyrirsögn er sett á frétt um kosningar í mesta einræðisríki heims vaknar spurning um hvort ætlunin sé að grínast með lesendur eða hæðast að Kim Jong-un með oflofi.

Eftir að ég las grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur um Jón Gnarr í sama tölublaði Morgunblaðsins taldi ég að hún væri af sama meiði og fyrirsögnin um kosningarnar hjá Kim Jong-un. Ég veit hins vegar ekki hvort þetta var grín eða háð hjá Kolbrúnu.