Mánudaginn 06. 01. 14
Krónan hefur hækkað í verði undanfarið og fasteignaverð hefur einnig hækkað. Landsbankinn, ríkisbankinn, er tekinn til við að bjóða allt að 90% fasteignalán. Hann minnir á æ meira á Íbúðalánasjóð. Boðar þetta að ný bóla sé að myndast? Hver er afstaða ríkisstjórnarinnar? Eru öll spil lögð á borðið?
Gjaldeyrishöftin. Augljóst er að aðild að ESB er ekki leiðin til að losna við þau. Það ber að taka efnahagslegar ákvarðanir sem marka leið út úr höftunum.
Steingrímur J. Sigfússon hélt í höftin til að halda fólki í landinu þrátt fyrir skattastefnu hans. Þau voru heppilegir átthagafjötrar að hans mati. Össur Skarphéðinsson hélt í höftin í von um að þau nýttust sem vogarstöng inn í ESB.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður að marka og kynna leið til haftaleysis.