Fimmtudagur 26. 12. 13
Það var til marks um lúalega blaðamennsku hvernig dv.is sneri út úr leiðara sem ég ritaði á Evrópuvaktina á aðfangdag um kristni og gildi hennar fyrir sögu og menningu Evrópu. Enn andkannalegri voru sumar athugasemdirnar sem lesendur dv.is gerðu við orð mín í meðförum vefsíðunnar. Þetta minnti ekki á annað en ofstækisfullan málflutning þeirra sem láta að sér kveða í opinberum umræðum undir merkjum vantrúar.
Þeir eru dæmdir til að tapa rökræðum um mestu áhrifavalda í vestrænni menningu sem halda því fram að þar sé hin kristna arfleið og hinn kristni boðskapur ekki ráðandi afl. Það er engum til neins sóma að ætla að skera á þessar rætur. Með því segja það varðstöðu um mannréttindi að leggja stein í götu þeirra sem vilja kynna skólabörnum þessa uppsprettu vestræns þjóðskipulags eru höfð endaskipti á hlutunum.