22.12.2013 21:40

Sunnudagur 22. 12. 13

Kammersveit Reykjavíkur efndi til jólatónleika sinna klukkan 17.00 í Norðurljósasal Hörpu. Þeir voru vel sóttir og var flytjendum innilega fagnað.

Nú er þáttur minn á ÍNN frá 18. desember þar sem ég ræddi við Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing um Landbúnaðarsögu Íslands kominn inn á netið og má sjá hann hér. Þetta er fjórða og síðasta ritverkið sem ég ræði á ÍNN á þessari bókavertíð.