14.12.2013 22:20

Laugardagur 14. 12. 13

Flugum heim frá París í dag með Icelandair. Dálítil seinkun sem kom þó ekki að sök.

Í París eru mörg jólatré á opinberum stöðum. Mörg er mikið skreytt eins og þau sem eru fyrir framan Pantheon. Stórt tré er fyrir framan Notre Dame kirkjuna, lýsingin mætti vera fallegri. Hjá öllum blómasölum er unnt að kaupa jólatré til að hafa í heimahúsum. Frakkar fara hvorki leynt með jólahátíðina né minnast hennar á hlutlausan hátt, þar búa þó margar milljónir múslima.