10.12.2013
19:00
Þriðjudagur 10. 12. 13
Í dag var 59. þing Atlantic Treaty Association (ATA) haldið í Brussel. Meðal ræðumanna var rússneski sendiherrann gagnvart NATO. Þingfulltrúi frá Montenegro spurði sendiherrann hvort honum þætti við hæfi að starfsbróðir hans í Belgrad hefði kallað Svartfjellinga monkeys af því að þeir hefðu áhuga á að ganga í NATO. Sendiherrann sagði stjórn sína andvíga stækkun NATO og hún segði það hátt og skýrt. Hann sagðist hins vegar ekki hafa heyrt það fyrr að rússneski sendiherrann í Belgrad hefði talað á þennan veg til Svartfjellinga.